Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur samið við þrjá nýja leikmenn, þetta eru þeir: Hilmar Símonarson, Finnur Mar Ragnarsson og Árni Örvarsson.

Hilmar og Finnur eru Siglfirðingar sem hafa spilað KA undanfarin tvö ár og Árni sem á ættir að rekja til Siglufjarðar kemur frá Val. Allir þessir drengir eru gjaldgengir í 2. flokk sem verður í samstarfi við Dalvík í sumar.

Heimild : kfbolti.is