KF sektað um 100.000 krónur

KSÍ hefur staðfest að Baldvin Freyr Ásmundsson hafi leikið ólöglegur með KF gegn Fjarðarbyggð/Huginn í Lengjubikar karla þann 25. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn var í leikbanni vegna þriggja gulra spjalda.  KSÍ hefur því sektað KF um kr. 100.000 vegna þessa atviks og úrslitum leiksins er breytt í 0 – 3 Fjarðarbyggð/Huginn í vil. Þetta þýðir að KF leikur ekki til úrslita í Lengjubikar og endar í 3. sæti í riðlinum. Baldvin  Freyr lék 71 mínútu í umræddum leik og KF vann leikinn upphaflega 2-1. Völsungur tekur sæti KF og leikur gegn Gróttu 8. apríl næstkomandi.