Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur samið við nýjan leikmann út leiktíðina, en Victor Tomas Gonzalez Perez, kallaður Vitolo, en hann fær leikheimild 31. júlí með liðinu og gæti því spilað næsta leik.
Hann er fæddur í október 1992 og er því að verða 32 ára. Hann hefur leikið í spænsku neðri deildunum undanfarin 10 ár og spilað síðast með liði frá Las Palmas á Kanaríeyjum en þar er hann fæddur. Liðið heitir UD Villa de Santa Brígida og er í spænsku 3. deildinni.
Hann er skráður sem vinstrifótar maður og sóknarsinnaður framliggjandi miðjumaður en verður klárlega settur beint í sóknarlínuna hjá KF sem hefur gengið illa að skora það sem af er sumri, líkt og síðasta sumar, en þá kom Sito til bjargar.
Það verður áhugavert að fylgjast með þessum leikmanni í ágúst og september hjá KF. Vitolo hefur ekki spilað áður á Íslandi, svo hann hefur ekki reynslu af deildarkeppninni hérna.