KF rútan á breyttum tíma

Það eru þónokkrir búnir að óska eftir því að gerðar verði breytingar á því hvenær rútan leggur af stað frá Fjallabyggð. Því hefur verið ákveðið að bregðast við því. Svo það sé ekki nein hætta að stuðningsmenn KF mæti of seint til Hveragerðis.  Brottför flyst því  fram um hálftíma og leggur rútan því af stað frá Olís á Ólafsfirði klukkan 6:30 og frá Torginu á Siglufirði klukkan 7:00.

Munið að stundvísi er lykilatriði þegar kemur að brottför. Góða skemmtun og góða ferð.

Áfram KF !

 

Innsent efni: KFbolti.is