KF réð ekki við KA-menn á Norðurlandsmótinu

KF og KA áttust við á Norðurlandsmótinu s.l. laugardag en keppt var í Boganum á Akureyri. Áhorfendur voru 65 og gerði Þórður Birgisson þrennu fyrir KF. Leikskýrslu KSÍ má sjá hér.

KF tefldi fram þremur Ungverjum sem eru til reynslu hjá félaginu.
Leikurinn byrjaði fjörlega og eftir þrjár mínútur voru KF menn búnir að fá tvær hornspyrnur. Á næstu mínútum róaðist leikurinn og KA menn náðu betur að stjórna leiknum.

Fyrsta markið kom eftir aukaspyrnu af vinstri kanti, boltinn var sendur inná teiginn þar sem Elmar Dan var fyrstur á boltann og kom honum í netið.
Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir næsta marki en Þórður Birgisson átti þá skot að marki KA en boltinn breytti um stefnu eftir viðkomu í varnarmanni og í netið fór hann. KA hélt áfram að hafa yfirhöndina í leiknum en KF menn sóttu hratt þegar þeir náðu boltanum. Á fertugustu mínútu fékk KA víti en Ævar Ingi Jóhannesson komst þá upp hægri kantinn og inná teig þar sem hann var tekinn niður. Guðmundur Óli fór á punktinn og skoraði með föstu skoti. Staðan í hálfleik var því 2-1 fyrir KA.

Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti og fyrri hálfleikur. KF menn fengu víti á 49. mín er leikmaður þeirra var að skjóta að marki þegar á honum var brotið. Þórður Birgisson tók vítið, sendi Sandor í rangt horn og skoraði örugglega. Áfram hélt baráttan og KA með yfirhöndina. Á 81. mín átti Gunnar Valur góðan skalla að marki en naumlega framhjá. Stuttu síðar fékk KA aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Jóhann Helgason þrumaði þá boltanum í markmannshornið og í netinu lá hann. Glæsilegt mark hjá Jóhanni.

Í uppbótartíma gerðust hlutirnir hratt, fyrst skoraði Hallgrímur Mar glæsilegt mark með föstu skoti uppí samskeytinn. KF menn gáfust ekki upp og fengu víti stuttu síðar en þá varði Jóhann Helgason með hendi innan teigs og fékk gult spjald fyrir. Jóhann hafði fengið spjald fyrr í leiknum fyrir kjaft og var hann því sendur í bað. Stuttu síðar kláraði Bjarki Baldvinsson vel færi inná markteig og gulltryggði sigur KA manna.

Mikil barátta var í leikmönnum allan leikinn en KA menn fengu fimm gul spjöld fyrir kjaft en KF tvö.

KF 3–5 KA
0-1 Elmar Dan Sigþórsson(´20)
1-1 Þórður Birgisson(´21)
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson (´42)víti
2-2 Þórður Birgisson (´51)víti
2-3 Jóhann Helgason (´85)
2-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson (´90+2)
3-4 Þórður Birgisson (´90+4)víti
3-5 Bjarki Baldvinsson (´90+5)