Pæjumótið hófst á föstudaginn og lauk í dag á Siglufirði. KF var með nokkur lið sem stóðu sig með ágætum, en í ár voru 81 lið að keppa frá 21 íþróttafélagi.

KF var með lið í 6. flokki B liða, unnu fimm leiki, töpuðu þremur, og gerðu eitt jafntefli og fengu 16 stig í riðlinum. Skorðuðu 22 mörk og fengu á sig 20.

KF var með lið í 7 . flokki C liða, þær spiluð sex leiki og töpuðu þeim öllum, skoruðu 3 mörk og fengu á sig 17.

KF var með lið í 8. flokki sem spiluðu í riðli með 7. flokki D liða. Þær spiluðu 6 leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu fimm leikjum. Skoruðu 22 mörk og fengu á sig 35. Enduðu með 1 stig í 7. og neðsta sæti.

KF var með nokkur lið í 5 .flokki og best gekk liðinu KF1. Þær unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum.