KF óskar eftir aðstoð með verkefni fyrir Pæjumótið

Pæjumótið fer fram á Siglufirði dagana 9.-11. ágúst. Mótstjórn hefur óskað eftir aðstoð með ýmis verkefni í tengslum við mótið. Verkefnin þessa þrjá daga eru 1500 klukkustundir og þarf því töluvert að fólki til að láta allt ganga upp.

Hægt er að hafa samband við eftirfarandi ef þú vilt bjóða þig fram í vinnu:

  • Sjoppumál: Vaktir í tjaldinu á Hóli – Dagný – dagny@fjallabyggd.is, 861-7164
  • Matarmál:  Vaktir í morgun-hádegis og kvöldverðum – Magga og Rósa Dögg – rosa@fjallaskolar.is, 848-2242
  • Önnur verkefni: roberth@ismennt.is, 848-4011
  • Húsnæðismál: Þrif fyrir og eftir mót.
  • Bílstjórar: Bílstjórar á bílum félagsins í alls konar snatti.
  • Tjaldsvæði: Rukka tjaldsvæðið á Hóli (fimmtu-og föstudagskvöld) – næturvörð á Hóli.
  • Undirbúningur: Undirbúningsvinna á fimmtudeginum.
  • Frágangur:  Frágangur eftir mót.
  • Grill: Aðstoð við grillið á sunnudeginum.
  • Annað: Ýmis önnur verkefni.

Heimild: www.kfbolti.is