Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sendi eitt lið í 4. flokki C-liða á ReyCup mótið í Reykjavík. KF lék tvo leiki í gær í sínum riðli og vann þá báða og fór ósigrað í gegnum sinn riðil. KF vann KR 2-1 og Fylki 1-0. KF leikur til úrslita í dag gegn BÍ sem vann einnig sinn riðil í 4. flokki C-liða. Leikurinn hefst kl. 13 í dag og verður á Fram-vellinum í Safamýrinni.
Mjög fínn árangur hjá liðinu á þessu móti.