KF og Völsungur með sameiginlegt lið

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Völsungur á Húsavík eru með sameiginlegt lið í 3. flokki karla í knattspyrnu í C deild Íslandsmótsins. Þarna eru margir ungir og efnilegir leikmenn sem eru að banka á dyrnar hjá meistaraflokki og hafa spilað nokkra leiki þar. Liðið spilar á Húsavíkurvelli og hefur gengið vel í fyrstu leikjum Íslandsmótsins.  Liðið hefur leikið fjóra leiki og unnið þrjá og tapað einum, og er á toppi C deildar.  Liðið spilaði við sameiginlegt lið Tindastóls/Hvatar/Kormáks í vikunni á Húsavík. KF/Völsungur vann leikinn örugglega 5-0.  Þjálfarar liðsins eru leikmenn meistaraflokks KF, Örn Elí og Halldór Ingvar.