KF og Þór mætast í bikarkeppni KSÍ

KF – Þór ,Siglufjarðarvöllur,miðvikudaginn,16. maí,kl:20

KF spilar í annari umferð Bikarkeppni KSÍ við Þór frá Akureyri. KF sigraði Drangey sem er varalið Tindastóls nokkuð auðveldlega 5-1 fyrir rúmri viku. Andstæðingar KF í þetta skiptið verða væntanlega mun erfiðari við að eiga. Því eins og margir kannski vita fór Þór í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ fyrir tæpu ári síðan, þar sem þeir töpuðu nokkuð ósanngjarnt fyrir Íslandsmeisturum KR.

Leikurinn verður að öllum líkindum spilaður á Siglufjarðarvelli og hefst eins og áður hefur komið fram klukkan 20:00 á miðvikudag.

Hvetjum þó fólk til að fylgjast með því staðsetning gæti breyst, ef veður verður mjög óhagstætt.