Ákveðið hefur verið að sameina 3. flokk KF og Dalvík í knattspyrnu en geyma það að sameina 4. flokkinn. Sameinað verður undir heitinu Dalvík/KF á komandi tímabili. Ákveðið hefur verið að skrá tvö lið á Greifamótið sem fer fram helgina 22-24 febrúar á Akureyri.  Ákveðið hefur verið að skrá 3. flokkinn í C riðil á Íslandsmótinu í sumar. Fyrsta sameiginlega æfingin verður sunnudaginn 27. janúar á Ólafsfirði.

Ákveðið hefur verið að bíða með að sameina 4. flokk félagana þar til á næsta tímabili.  KF spilar undir sínum merkjum þetta tímabilið í 4. flokk og Dalvík einnig. Greifamótið fyrir 4. flokk verður haldið 8.-10. mars í Boganum á Akureyri.

Það eru sem sagt spennandi tímar framundan hjá KF og Dalvík.

Nánar um Greifamótið 2013 má lesa hér.  Nánar um þessa frétt hjá KF hér.