KF og Dalvík sameina 2. flokk karla

Formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur hefur sagt í viðtali við dbl.is að ekki sé sjálfgefið að halda úti meistaraflokki í knattspyrnu í sveitarfélagi af stærð við Dalvíkurbyggð. Þá segir hann að tveir fundir hafi verið haldnir með Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar(KF) um hugsanlega sameiningu liðanna, en niðurstaðan var sú að halda meistaraflokkum liðanna óbreyttum um sinn að minnsta kosti. Hins vegar hefur verið ákveðið að sameina 2. flokk liðanna en sameining yngri flokkanna hefur gengið vel.

Heimild: dbl.is