KF og Dalvík tefla fram sameiginlegu liði í 5. flokki karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Fjöldinn er það mikill að það næst að manna þrjú lið, A, B og C en leika liðin í E-riðli. Bæði liðin hafa átt erfitt mót en KA og Þór eru áberandi best í þessum riðlum. Flestir strákana eru fæddir árið 2006-2007. Flestir strákarnir koma frá Dalvík og minnihlutinn frá KF. Strákarnir æfa fjórum sinnum í viku og keyra foreldrar KF strákana um tvisar í viku á Dalvík til æfinga, en annars æfa þeir í heimabyggð og þá með öðrum flokkum. Aðalþjálfari liðsins er Bessi Víðisson og yfirþjálfari drengjana sem koma frá KF er Halldór Ingvar markmaður KF.
A-lið
KF/Dalvík í 5. flokki A-liða leikur með KA, Þór, KA2, Hetti og Tindastól. Liðið hefur leikið sex leiki í sumar samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. Liðið hefur sigrað einn leik og tapað fimm. Liðinu hefur tekist að skora 10 mörk en fengið á sig 24 og er með 3 stig í næstneðsta sæti. Liðið hefur leikið heimaleikina á Dalvíkurvelli.
Leiknar eru tvær umferðir á þessu móti svo liðin leika tíu leiki, heima og að heiman.
KF/Dalvík hefur gengið ágætlega gegn sterkustu liðunum, en nýlega lék liðið við topplið KA og tapaði naumlega 3-4 á Dalvíkurvelli. Þess má geta að KA liðið er ósigrað í 7 leikjum, en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri KA á Akureyri. Í lok júní sigraði KF/Dalvík lið Tindastóls á Sauðárkrók 3-5 í miklum markaleik. Liðið lék svo við Þór á Þórsvelli þann 11. júlí síðastliðin og tapaði 3-1 á Þórsvelli, en Þór er í 2. sæti og hefur unnið fjóra leiki af sex, tapað einum og gert eitt jafntefli. Í fyrri leik liðanna á Dalvíkurvelli þó unnu Þórsarar sannfærandi 1-5 sigur.
B-lið
B-liðið í 5. flokki hefur leikið 5 leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum og er í neðsta sæti riðilsins. Liðið hefur skorað 2 mörk og fengið á sig 33. Liðin í riðlinum eru KA, Þór, KA2, Höttur og Magni. KA og Þór eru sterkustu liðin í riðlinum og er KA liðið ósigrað í 7 leikjum og hefur Þór unnið 4 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum.
Liðið hefur tapað stórt fyrir sterkustu liðunum, en náði góðu jafntefli við Magna á Grenivíkurvelli í lok júní, þar sem lokatölur voru 2-2. Íslandsmótið hófst í lok maí og lýkur í ágúst.
C-lið
C-liðið hefur leikið þrjá leiki og hófst mótið í lok maí með fyrsta leik gegn Þór. Gestirnir voru sterkari aðilinn og unnu sannfærandi 0-5. Í byrjun júní spilaði KF/Dalvík gegn KA á KA-velli. Heimamenn unnu leikinn 9-0 eru með mesta liðið í riðlinum og ósigraðir eftir 5 umferðir. Í byrjun júlí léku strákarnir aftur gegn Þór og nú á Þórsvelli. Heimamenn sigruðu með naumum mun, 2-1. Liðið hefur leikið þessa þrjá leiki í sumar samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. Liðið hefur skorað 1 mark og fengið á sig 16 í þessum leikjum. Í riðlinum eru Þór, KA, Höttur og KA2.