KF og Dalvík léku 6 leiki á Reycup í dag – stór myndasyrpa

Sameiginleg lið KF/Dalvíkur léku alls sex leiki á Reycup í dag en mótinu lýkur á morgun.  B-lið 4. flokks drengja lék þrjá leiki í dag, stelpurnar í 4. flokki léku tvo og  C-lið 4. flokks drengja lék einn leik.

Stelpurnar unnu báða sýna leiki nokkuð örugglega og voru þær að spila vel í dag. Stærsti sigur þeirra var á móti Selfossi en þann leik unnu þær 7-0, og skoruðu þær meðal annars glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Strákarnir í C-liðinu töpuðu gegn Breiðablik í hádeginu í eina leik þeirra í dag. Þeir voru óheppnir að ná ekki að jafna í 2-2 en þeir fengu nokkur góð færi sem nýttust ekki. Það voru síðan Blikarnir sem skoruðu í síðustu sókn leiksins og tryggðu sigurinn í blálokin 1-3. B-lið strákanna tapaði gegn Hamar 3-2 í hörku leik í morgun. Þeir gerðu svo jafntefli við Breiðablik 2-2 og töpuðu svo naumlega gegn Njarðvík í lokaleik dagsins, 1-0.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit:

 KF/Dalvík, 4.fl.kk B-lið
Hamar – KF/Dalvík 3-2
KF/Dalvík – Breiðablik3 2-2
Njarðvík – KF/Dalvík 1-0

 KF/Dalvík, 4.fl.kvk C-lið
KF/Dalvík – Selfoss 7-0
KF/Dalvík – Fylkir 3-1

 KF/Dalvík, 4.fl.kk C1-lið
KF/Dalvík – Breiðablik2 1-3