KF – Njarðvík

Næsti leikur mfl. KF er gegn Njarðvík á útivelli miðvikudaginn 4. júlí. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og hvetjum við alla stuðningsmenn KF til þess að fjölmenna á þennan erfiða útileik og styðja vel við bakið á sínum mönnum.

Síðasti útileikur var gegn Fjarðarbyggð og þar vannst sigur. Núna er mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum til að KF haldi sér í toppbaráttunni í þessari jöfnu og erfiðu 2. deild.

Áfram KF!