KF neðstir í 3. deild eftir 5 umferðir – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

KF mætti Vængjum Júpiters á gervigrasi Fjölnis í dag. KF hefur verið að færast niður töfluna eftir aðeins einn sigur í fyrstu umferðunum og leikurinn því mikilvægur. Vængir Júpiters voru án sigurs og ætluðu að selja sig dýrt á sínum heimavelli í dag.  Það var ágætis veður í dag í Reykjavík, hitinn rétt undir 12 gráðum og um 5 m/s vindur ásamt skúrum á köflum. KF-menn töluðu um slæmt að veður í síðasta leik hefði haft áhrif á leik liðsins en það var ekki hægt að tala um það eftir þennan leik.

Nokkrar  breytingar voru á byrjunarliði KF frá síðasta leik, Hákon Leó var kominn inn, Halldór Logi og Friðrik Örn einnig. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu mark á upphafsmínútum leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af síðari hálfleik skoruðu Vængir Júpiters sitt annað mark og staðan orðin 2-0 þegar skammt var eftir. Heimamenn héldu út og KF tókst ekki að skora í dag.

KF eru nú komnir í 10. sæti deildarinnar eftir 5 umferðir, einn sigur og 4 töp. Ekki alveg byrjunin sem lagt var upp með, en svona er þetta stundum að mörkin skila sér ekki þrátt fyrir ágæta spilamennsku. KF hefur aðeins skorað 2 mörk í 5 leikjum en fengið á sig 8. Þetta er svipað vandamál og síðasta sumar en þá vantaði liðinu stöðugan markaskorara og liðið fékk of mörg mörk á sig, en átti þó ágætan séns á efstu sætunum framan af móti.