Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Leikni í Reykjavík í dag. KF byrjaði leikinn af krafti og skoraði mark á 2. mín. leiksins, var þar að verki Jón Björgvin Kristjánsson. KF voru þéttir fyrir og Leiknir fann aðeins eina glufu á vörn KF í leiknum, en þeir skoruðu á 41. mín. með marki frá Fannari Þór Arnarssyni. Leiknismenn voru mun meira með boltann en ekki voru skoruð fleiri mörk. Lokastaðan 1-1 og KF komið með sitt fyrsta stig á Íslandsmótinu.
KF æfir enn á sparkvelli á Ólafsfirði þar sem Ólafsfjarðarvöllur er hvergi nærri tilbúinn og Siglufjarðarvöllur er enn á kafi í snjó.