KF náði jafntefli á móti Víkingum

KF barðist fyrir dýrmætu stigi á Víkingsvelli í dag, en Víkingar náðu forystu í fyrri hálfleik með marki á 22. mínútu frá Aron Elís. Eiríkur Ingi svaraði svo fyrir KF á 74. mínútu og náðu KFmenn að halda út í 90 mínútur og landa einu stigi á móti erfiðum mótherjum. KF komið með fimm stig eftir fjóra leiki. Áhorfendur á leiknum vorum 512 og má sjá leikskýrslu KSÍ hér.

Viðtal Fótbolta.net við Lárus Orra þjálfara KF eftir leikinn hér.