Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur bætt við sig tveimur leikmönnum í dag, en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti. Um er að ræða tvo leikmenn frá Magna í Grenivík sem komu á lánssamningi.

Björn Andri Ingólfsson er kominn aftur á láni en hann lék með KF á síðustu leiktíð, skoraði 6 mörk í 20 leikjum og var markahæstur í hópnum.

Birkir Már Hauksson kemur einnig frá Magna að láni, hann er 20 ára og hefur leikið upp yngri flokkana hjá Þór en á ennþá eftir að leika KSÍ leiki fyrir meistaraflokk.

Þá hefur Björgvin Daði skipt yfir í Samherja, en hann hefur fengið fá tækifæri með meistaraflokki í ár og á síðustu leiktíð. Einnig hefur Helgi Már Kjartansson, 17 ára leikmaður KF skipt yfir í KA, en hann lék tvö leiki með liðinu í vetur á Kjarnafæðismótinu.

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar.