KF með sigur í gær á Ólafsfjarðarvelli

KF tók á móti liði ÍH á Ólafsfjarðarvelli í gær. Leiknum lauk með sigri 3-2 sigri KF. Í fyrri hálfleik skoraði Þórður Birgisson á 20. mínútu og á 33. mínútu skoruðu ÍH sjálfsmark. Í seinni hálfleik komst KF í 3-0 56. mínútu með marki frá Sigurbirni Hafþórssyni. Gestirnir skorðu svo tvívegis undir lok leiksins með mörkum frá Sverri Garðassyni á 73. mínútu og 85. mínútu.

Eftir leikinn er KF í 8. sæti með 27 stig og er  mjög þéttur pakki þar fyrir ofan og góðir möguleikar að komast hærra í töflunni með fleiri sigrum. ÍH er í neðsta sæti og er fallið.

Fleiri lið að norðan kepptu líka í gær í 2. deildinni, lið Tindastóls sigraði Hamar frá Hveragerði 4-1 á Sauðárkróksvelli. Völsungur tapaði svo fyrir Aftureldingu í Mosfellssveit 5-2 lokatölur þar. Þá vann Dalvík/Reynir lið Njarðvíkur á útivelli, lokatölur þar 1-5.