KF með sigur á Kjarnafæðismótinu

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék síðasta leik sinn á Kjarnafæðismótinu í gær, og var leikurinn gegn Þór-2. (2. flokkur Þórs).  KF tók forystu í leiknum á 15. mínútu með góð skoti langt fyrir utan vítateig, en markið skoraði Marinó Birgisson sem er á reynslu hjá félaginu en hann kemur frá Þór. Þórsarar jafna leikinn á 28. mínútu með marki frá Sölva Sverrissyni, en Þórsarar fóru í skyndisókn og náðu góðri fyrirgjöf fram hjá markmanni KF og skoruðu auðveldlega. Staðan var 1-1 í hálfleik og á 53. mínútu komast Þórsarar í 1-2 eftir mark úr vítaspyrnu en brotið var á leikmanni Þórs innan vítateigs. Guðni Sigþórsson skoraði örugglega úr spyrnunni fram hjá markmanni KF sem skutlaði sér í rangt horn. Tæplega 10 mínútum síðar jafnaði KF leikinn í 2-2 með marki frá Kristófer Ólafssyni, en há og löng sending kom inn í vítateig Þórsara og var Kristófer á undan markmanni Þórsara í boltann og skallaði í markið. Flott sókn og vel gert hjá KF.

Á 83. mínútu þá kemst KF í 3-2 með skallamarki eftir góða fyrirgjöf frá kanti og skoraði Marinó sitt annað mark í leiknum og vel gert hjá þessum leikmanni sem er á reynslu hjá félaginu. KF hélt út og vann leikinn og enda með 7 stig í B-deild Kjarnafæðismótsins, en síðusta leiknum lýkur í kvöld og skýrist þá hvort KF lendir í 2. sæti eða 3. sæti.  KF vann tvo leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði einum á þessu móti.