KF með góð úrslit í lokaleiknum í Lengjubikarnum – Umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks
Umfjöllun um leiki KF í vor og sumar verða í boði Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðli. Stuðningurinn gerir það mögulegt að hafa veglegar lýsingar með öllum Lengjubikar og deildar- og bikarleikjum KF í ár.
KF heimsótti Fjarðabyggð/Leikni í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum, en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Heimamenn höfðu aðeins gert eitt jafntefli í fjórum leikjum í þessum riðli en KF hafði unnið einn og tapað þremur. Það vantaði Ljumbir Delic í lið KF í dag.
KF strákarnir voru staðráðnir í að ná í góð úrslit í þessum lokaleik liðsins í Lengjubikarnum og sækja þrjú stig. Lið gestanna er mikið byggt upp á erlendum leikmönnum en sex erlendir leikmenn voru í þeirra hóp í þessum leik. Þetta er fyrsta árið sem liðið spilar undir sameiginlegum merkjum Fjarðabyggðar og Leiknis.
KF byrjaði leikinn betur og voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, liðið þurfti þó að gera skiptingu strax á 15. mínútu þegar Hákon Leó þurfti að fara af velli. Ingvar Gylfason braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu og kom KF í 0-1. Bróðir hans Sævar Gylfason skoraði næsta mark leiksins og kom gestunum í 0-2 á 36 mínútu. Sindri Sigurðarson kom KF í góða stöðu, 0-3 áður en dómarinn flautaði til leikhlés en markið kom á 39. mínútu leiksins.
Fjarðabyggð minnkaði muninn í 1-3 á 59. mínútu í byrjun síðari hálfleiks en misstu einnig leikmann af velli með rautt spjald á 81 mínútu. KF bætti við marki á lokamínútum leiksins þegar Sindri Sigurðarson skoraði sitt annað mark og kom KF í 1-4 og urðu það lokatölur leiksins.
Góður sigur KF í Lengjubikarnum.