KF mætti Selfossi á Ólafsfjarðarvelli
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar tók á móti Selfossi í dag á Ólafsfjarðarvelli. Búist var við erfiðum leik en Selfoss er með gott lið og höfðu byrjað mótið ágætlega. KF er líka með gott lið sem önnur lið í deildinni þekkja ekki vel þar sem liðið er nýkomið upp og einnig voru margar breytingar á liðinu á milli ára.
KF vann Völsung í síðasta leik og voru strákarnir staðráðnir í að sækja fleiri stig í þessum leik. Bekkurinn var óvenju sterkur í þessum leik hjá KF, en þar voru m.a. Grétar Áki, Hákon, Jakob Auðun og fleiri góðir leikmenn, tilbúnir að koma inná.
KF byrjaði leikinn vel og skoraði strax á 6. mínútu leiksins og var þar að verki Sævar Þór Fylkisson og heimamönnum í góða stöðu, 1-0. Markið kom eftir góðan samleik Sachem og Emanuel sem sendi á Sævar. Sævar hefur leikið 38 leiki í deild og bikar fyrir KF og skorað 2 mörk. KF þurfti að gera skiptingu á 37. mínútu þegar Emanuel Nikpalj fór útaf og inná kom Grétar Áki Bergsson.
Skömmu fyrir leikhlé þurfti Selfoss að skipta Hrvoje Tokic út af, en hann er einn besti leikmaður Selfoss liðsins og mikill markaskorari. Inná kom Ingi Rafn Óskarsson. Staðan var 1-0 í leikhlé.
Selfoss gerði aðra skiptingu í leikhlé þegar Arnar Logi Sveinsson kom inn á fyrir Jason Van Achteren.
Um miðjan síðari hálfleik jafna gestirnir leikinn með marki frá Danijel Majkic, og var staðan orðin jöfn 1-1.
Allt leit út fyrir að leiknum myndu ljúka með jafntefli en í uppbótartíma skoraði KF annað mark þegar Bjarki sendi langanbolta að teignum og varð misskilingur hjá markmanni Selfoss og varnarmanni, Oumar Diouck sóknarmaður KF var fyrstur að átta sig og skoraði auðveldlega framhjá markmanninum og tryggði KF glæsilegan sigur á Selfossi, 2-1.
KF gerði svo þrjár skiptingar á lokamínútum leiksins þegar Hákon Leó , Jakob Auðun og Sævar Gylfason komu inná.