KF mætti Magna í Mjólkurbikarnum – Umfjöllun í boði Siglufjarðar Apóteks

Umfjöllun um leiki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í vor og sumar verða í boði Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðili.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Magni frá Grenivík mættust í 2. umferð Mjólkurbikarsins í dag á Dalvíkurvelli. KF nýtur góðs af því að leika sína leiki þar þegar grasvöllurinn í Ólafsfirði er ekki klár fyrir sumar. Liðin mættust einnig í deildarbikarnum í mars og vann KF þann leik 3-2. Á síðasta ári mættust liðin fjórum sinnum í deildinni og bikar og vann KF þrjá leiki og fór einn jafntefli. KF liðið hefur haft nokkuð gott tak á liði Magna undanfarin ár en  búist var við jöfnum og spennandi leik í þessum bikarslag nágrannaliða.

KF var með nýjan leikmann sem fór beint í byrjunarliðið en það er Symon Ericksen Fabbricatore en er ný kominn með leikheimild með liðinu og kemur frá Bandaríkjunum. Hann er sagður vera  varnarmaður og er að spila í fyrsta sinn á Íslandi og er 27 ára. Það verður áhugavert að fylgjast með honum í sumar.

Annars var KF með sitt sterkasta lið en aðrir erlendir leikmenn sem komu nýlega til félagsins voru ekki á leikskrá í þessum leik.

KF byrjaði leikinn vel og áttu nokkur færi í upphafi leiks. Marinó Snær fór illa með gott færi í teignum hjá Magna en hann hitti boltann illa. Skömmu síðar átti Magni gott skallafæri en markmaður KF varði örugglega. Marinó átti aftur gott tækifæri um miðjan fyrri hálfleik og einnig Ljubomir Delic en markmaður Magna varði vel í bæði skiptin.  Hvoru liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik og var 0-0 þegar dómarinn flautaði til hlés þrátt fyrir hörku og nokkur færi.

KF gerði tvöfalda skiptingu þegar um 30 mínútur voru eftir að síðari hálfleik en Ljubomir Delic og Sævar Fylkisson fóru útaf fyrir Sindra Sigurðarson og Hrannar Snæ Magnússon.

Magni fékk skömmu síðar dauðafæri en KF varði á línu. Liðin skiptust á að sækja síðustu 15 mínútur síðari hálfleiks en gekk illa að halda boltanum. Undir lok leiksins missti KF leikmann útaf þegar Daniel Kristiansen fékk sitt annað gula spjald. Leiktíminn kláraðist og var því framlengt til að skera úr um hvort liðið færi í 3. umferð Mjólkurbikarsins.

KF var einum leikmanni færri í framlengingu en þar er spilað 2x 15 mínútur. Magni braut ísinn og skoraði snemma í framlengingunni og komst yfir 0-1.

KF fékk nokkur færi í síðari hluta framlengingarinnar en náði ekki að nýta það. Magni skoraði aftur skömmu fyrir leikslok og komst í 0-2. KF missti annan leikmann af velli á síðustu mínútunni þegar Hákon Leó Hilmarsson fékk rautt spjald. Þá fékk einnig Þorsteinn Tryggvason aðstoðarþjálfari KF rautt spjald á lokamínútunni.

Lokatölur 0-2 og Magni fer áfram í næstu umferð.