Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar (KV) í 5. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.

Það var eftirvænting hjá stuðingsmönnum KF fyrir þennan leik gegn KV, en mikil stemning ríkir vanalega fyrir leikinn sem kemur upp yfir Sjómannadagshelgina. Gengi KF hefur verið þungt í byrjun móts og var enn beðið eftir fyrsta sigrinum. Stuðningsmenn töldu nú góðar líkur að úrslitin færu að detta réttu megin og spilamennska liðsins færi batnandi. Lið KV er ungt er margir þar sem komast ekki í aðallið KR-inga og fá dýrmæta reynslu hjá þessu liði. Byrjunarlið KV var aðeins 22,4 ár og ekki mikil reynsla á bekknum en KF var með byrjunarlið sem var nær 27 árum ein aðeins yngri leikmenn á bekknum.

Nokkrar breytingar voru á liði KF en Vitor Thomas var loksins kominn í byrjunarliðið og Hákon bakvörður og bakari var kominn á bekkinn og átti eftir að koma við sögu í leiknum. Akil De Freitast var skráður sem aðstoðarþjálfari hjá KF í þessum leikn en hann meiddist í síðasta leik og nýtist reynsla hans vel á bekknum, enda elsti leikmaður í hópi KF.

Ekki var búist fyrirfram við mörgum mörkum í leiknum þar sem liðunum hafði að meðaltali aðeins tekist að skora 1 mark í leik fram til þessa.

Gestirnir fengu drauma byrjun og skoruðu strax á 2. mínútu leiksins þegar Sölvi Björnsson skoraði sitt fyrsta mark á Íslandsmótinu. Hann hefur leikið síðustu ár með Gróttu en er uppalinn KR-ingur.

KF spilaði fast og reyndu að loka svæðum og sækja hratt.  Dómarinn var þó alltaf tilbúinn með gula spjaldið og fengu Vitor og Grétar Áki áminningu í fyrri hálfleik. KV leiddu 0-1 í hálfleik.

KF menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og gerði þjálfari liðsins tvöfalda skiptingu strax á 60. mínútu þegar Hákon Leó Hilmarsson og Atli Snær Stefánsson komu inná fyrir Adil Kouskous og Vitor Thomas. Sævar Þór Fylkisson kom inná tíu mínútum síðar fyrir Dagbjart Búa Davíðsson. Tveir leikmenn KV náðu sér einnig í gult spjald með stuttu millibili á þessum leikafla og var farið að hitna aðeins í leikmönnum.

Hákon Leó stimplaði sig fast inn í leikinn og fékk gult spjald á 72. mínútu og aftur nokkrum mínútum síðar og var því sendur af velli með rautt spjald. Tveir aðrir leikmenn KF fengu gult spjald eftir þetta.

KF gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki. Svekkjandi tap staðreynd og fóru gestirnir kátir með rútunni til baka til Reykjavíkur.

Fimmta tapið í röð hjá KF og gríðarlega erfið byrjun hjá nýjum þjálfara liðsins. Fallbaráttan heldur áfram. Líklega ein versta byrjun liðsins á Íslandsmótinu.

Næsti leikur KF verður á Dalvíkurvelli gegn heimamönnum, miðvikudaginn 7. júní.

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.