Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Knattspyrnufélagi Garðabæjar í 21. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. KF gat með sigri tryggt sig endanlega í deildinni eftir brösuga byrjun. Leikurinn fór fram á Ólafsfjarðarvelli og var þetta síðasti heimaleikur sumarsins hjá KF.
Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.
Upphitun:
KFG vann fyrri leik liðanna í sumar 2-0 í Garðabænum. KFG var hvorki í fallbaráttu né toppbaráttu fyrir þennan leik en liðið var í 7. sæti deildarinnar. KF dugði sigur til að tryggja sitt sæti í deildinni en Sindri voru að spila á sama tíma og var þeirra eini séns að KF myndi tapa síðustu tveimur leikjum deilarinnar.
KF stillti upp sínu sterkasta liði en þó vantaði Ljubomir Delic í hópinn. KF var með tvo sigra og eitt jafntefli úr síðustu 5 leikjum og hafa sótt dýrmæt stig undanfarið og komið sér úr fallsæti.
Umfjöllun:
Það hefur oft verið hlýrra á vellinum en hitinn í dag var tæpar 6° þegar leikurinn fór af stað og 5 m/s vindur. Halldór þjálfari KF gat stillt upp sterku liði og einnig var formaðurinn Örn Elí á bekknum honum til aðstoðar.
Fyrri hálfleikur var fjörugur og voru heimamenn í miklu stuði fyrir framan markið. Þorsteinn Már Þorvaldsson skoraði strax á 3. mínútu leiksins og kom KF í 1-0. Rétt fyrir hálfleik kom KF inn tveimur mörkum í viðbót, en Marinó Snær Birgisson skoraði á 45. mínútu og Sito skoraði mínútu síðar og kom KF í 3-0 og þannig var staðan í hálfleik.
Engin breyting var gerði í hálfleik en gestirnir fengu vítaspyrnu á 66. mínútu og úr henni skoraði Kári Pétursson. Þjálfari KF brást strax við og gerði tvöfalda skiptingu á 67. mínútu og útaf komu Grétar Áki og Vitor Thomas en inná komu Dagbjartur Davíðsson og Rúnar Egilsson. KFG gerði einnig skiptingar á sama tíma.
KFG minnkaði muninn í 3-2 á 74. mínútu þegar þeirra markahæsti maður í deildinni skoraði, en markið gerði Jón Arnar Barðdal.
Aftur brást þjálfari KF strax við og kom Akil De Freitas útaf fyrir Aron Elí Kristjánsson á 75. mínútu.
Tvær aðrar skiptingar komu á 86. mínútu hjá KF þegar Jakob Sindrason og Jón Kjartansson komu inná fyrir Marinó Snæ og Sito.
Dómarinn bætti við töluvert af tíma og var hart barist fram á síðustu mínútu og flugu á loft nokkur gul spjöld.
KF vörnin hélt út og unnu leikinn 3-2 og hafa tryggt sér sæti í deildinni að ári.
KF er enn í 10. sæti deildarinnar þegar einni umferð er ólokið. Næsti leikur verður gegn Haukum í Hafnarfirði.
Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.
Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.