Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Knattspyrnufélagi Austfjarðar á Ólafsfjarðarvelli 25. júlí í 13. umferð Íslandsmótsins. Það eru ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apótek sem eru aðalstyrktaraðilar að allri umfjöllun um KF í sumar.

Upphitun:

KF gat með sigri komist úr fallsæti í fyrsta sinn frá upphafi móts. KFA gat með sigri komist í 2. sæti deildarinnar. Leikurinn var því mikilvægur fyrir bæði lið.

Liðin höfðu mæst tvisvar sinnum á þessu ári fyrir þennan leik og vann KFA báða leikina með nokkrum yfirburðum.

KFA var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik, en þeir eru þekktir fyrir góðan varnarleik og skipulag. Liðið hafði aðeins fengið á sig 13 mörk í 12 leikjum og skorað 24 mörk.

KF var með tvo sigra í síðustu þremur leikjum og gengið ágætlega eftir erfiða byrjun.

Nokkur meiðsli hafa verið hjá KF og voru nokkrir á meiðslalistanum í þessum leik í stöðu liðstjóra á bekknum, en það eru Eduardo LeMaur, Akil Rondel og Jakob Sindrason. Þá var formaður KF á bekknum til halds og trausts. Jón Grétar Guðjónsson varamarkmaður liðsins var aftur kominn í hópinn, en þjálfari liðsins tók hans stöðu á bekknum í síðustu leikjum.

Sito var í byrjunarliðinu en hann lék sinn fyrsta leik með KF í síðustu umferð og skoraði tvö mörk.

Umfjöllun:

Gestirnir stilltu upp í 4-3-3 og vörðust sem 4-5-1. KF reyndi að loka vel svæðum og verjast í fyrri hálfleik og beittu skyndisóknum þegar það var hægt.  Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 í hálfleik.

Snemma í fyrri hálfleik skoraði KF sjálfsmark og voru því gestirnir komnir yfir 0-1. KFA komst svo í 0-2 með marki þegar tæpur hálftími  var eftir af leiknum.

KFA komst svo í 0-3 á 77. mínútu og voru komnir í mjög góða stöðu.

KF skoraði svo mark í uppbótartíma og lagaði stöðuna í 1-3, en það var Atli Snær Stefánsson sem gerði markið. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.

 

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.