KF mætti Kára á Ólafsfjarðarvelli – Umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty

Umfjöllun um leiki KF eru í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty sem eru aðalstyrktaraðilar, smellið á tenglana til að sjá vöruframboðið og þjónustu þeirra á netinu.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Kári frá Akranesi kepptu í 13. umferð Íslandsmótsins á Ólafsfjarðarvelli í dag. KF gat með sigri komist í 2. sæti deildarinnar, en nokkrum leikjum í umferðinni var þegar lokið áður en leikurinn hófst. Liðin mættust síðast í maí og vann KF 2-3 útisigur í þeim leik. Á Íslandsmótinu í fyrra þá vann KF heimaleikinn 3-2 en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Akranesi.

Kára hefur ekki gengið vel í sumar og höfðu aðeins sigrað einn leik og voru með 6 stig í 11. sæti. KF var fyrir leikinn í 5. sæti með 20 stig. Þekktustu leikmenn Kára eru Garðar Gunnlaugsson og Andri Júlíusson, en þeir voru báðir í byrjunarliðinu.

Það var því mikið undir hjá báðum liðum að sækja sigur í þessum leik.

Það voru gestirnir sem náðu óvænt forystu á 22. mínútu þegar hinn 17. ára Ármann Finnbogason skoraði fyrir Kára og hans fyrsta deildarmark fyrir félagið. Kári kominn 0-1 yfir og þetta vakti KF strákana upp.

Aðeins sjö mínútum eftir opnunarmarkið fékk KF víti og var það Oumar Diouck sem tók vítið og skoraði. Leikurinn orðinn jafn 1-1, og jafnframt 10. mark Oumars í deild og bikar í ár fyrir KF í 14 leikjum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og var því staðan jöfn 1-1 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Kári gerði eina skiptingu í hálfleik og aðra tvöfalda á 60. mínútu.  Það var eins og þetta riðlaði eitthvað kerfinu hjá gestunum því KF skoraði aftur á 62. mínútu og komust yfir 2-1 með marki frá Áka Sölvasyni, hans fjórða mark í 5 deildarleikjum fyrir félagið, en hann er lánsmaður frá KA út tímabilið og hefur reynst liðinu sérlega vel.

KF gerði nokkrar breytingar það sem eftir lifði leiks og söfnuðu einnig gulum spjöldum.  Þorsteinn Már kom inná fyrir Nikola á 70. mínútu. Bjarki Baldurs kom inná fyrir Sævar Gylfa á 77. mínútu. Þá gerði Milos þrjár skiptingar í uppbótartíma, til að hægja niður leikinn og sigla heim þessum þremur dýrmætu stigum. Þá voru miðjumenn sendir inná fyrir sóknarmenn. Herbragð þjálfarans tókst og KF vann mjög dýrmætan sigur á liði Kára og eru komnir í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Völsungur.

Það er stutt í næsta leik hjá KF, en liðið leikur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn á Austfjörðum

 

 

May be an image of 2 manns, people playing sports og gras

May be an image of einn eða fleiri og útivist