KF mætti KA á Kjarnafæðismótinu

KF og KA mættust á Kjarnafæðismótinu í vikunni. KF hélt áfram að stilla upp ungu liði og voru tveir 15 ára í byrjunarliðinu, tveir á bekknum og tveir 14 ára á bekknum.  Flestir ungu strákanna eru lánsmenn frá KA til að fylla upp í hópinn á þessu móti. KA stillti upp sterku liði en voru þó með einn á 15. ári á bekknum sem fékk tækifæri.

KA byrjaði leikinn vel og voru mun sterkara liðið heilt yfir í þessum leik. Staðan var orðin 3-0 fyrir KA eftir aðeins 20 mínútur og ljóst í hvað stefndi. Í síðari hálfleik gerðu KA önnur þrjú mörk og vann leikinn örugglega 6-0. Flest mörkin voru keimlík sem komu eftir gott spil eða hraða sókn sem endaði innan teigs hjá KF og var skorað að stuttu færi. KF átti ekki sérlega góðan leik en KA liðið er mjög sterkt.

KA spilaði svo annan leik í gær gegn Þór-2, og unnu þeir hann einnig örugglega 5-1.

KF leikur í dag gegn Dalvík/Reyni í Boganum kl. 18:30 og má búast við jöfnum leik.

Mörkin má sjá hér: