Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Haukum á Ólafsfjarðarvelli í dag á Íslandsmótinu í 2. deild karla. Nokkur meiðsli hafa verið í hóp KF í sumar og enn eru leikmenn meiddir. Þá komu tveir leikmenn til baka eftir leikbann úr síðasta leik. Það var mikil reynsla á bekknum hjá KF í þessum leik en Ljubomir Delic og Akil voru óvænt á bekknum, ásamt Halldóri Ingvari þjálfara, sem var tilbúinn sem varamarkmaður í þessum leik. Hinni ungi Agnar Óli Grétarsson var í byrjunarliðinu og var leynivopn KF í þessum leik.

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun: KF gat með sigri komist úr neðsta sætinu þar sem ljóst var að Reynir Sandgerði tapaði sínum leik sem fram fór fyrr í dag. Haukar gátu með sigri komist upp fyrir miðja deild en þeir fengu á sig 5 mörk í síðasta leik og þjálfari KF hefur eflaust skoðað þann leik vel. Mikið hefur verið rætt um ástand á Ólafsfjarðarvelli í sumar, en grasið hefur verið að grænka aðeins á allra síðustu vikum.

 

Umfjöllun:

KF byrjaði leikinn ágætlega og voru með klárt leikplan gegn Haukum.  Markaskorun hefur verið eitt af vandamálum hjá heimamönnum í sumar, en liðið var aðeins búið að skora 8 mörk í fyrstu 10 leikjunum í deildinni fyrir þennan leik. KF fékk innkast á 20. mínútu leiksins og var það hinn ungi og efnilegi Agnar Óli sem grýtti boltanum með löngu innkasti inn á teiginn og þaðan var boltanum skallað á Vitor Thomas sem kom boltanum netið og KF leiddi 1-0. Dómarinn var alveg að fara flauta til hálfleiks þegar KF fékk annað innkast. Agnar Óli kom aftur á vettvang og grýtti boltanum inn á hættusvæðið hjá Haukum, markmaðurinn misreiknaði hæðina og missti af boltanum, Edu Cruz var á réttum stað og skoraði gott mark. Frábærlega vel útfært. Staðan orðin 2-0 og þannig var það í hálfleik.

KF gerði taktíska skiptingu í hálfleik þegar Jón Frímann kom inná fyrir Þorststein Má. Ian Jeffs þjálfari Hauka var ósáttur með sína menn í hálfleik og gerðu því tvöfalda skiptingu og hristi aðeins upp í sínum mönnum.

Anton Karl kom svo inná fyrir Edu Cruz hjá KF á 56. mínútu og nokkrum mínútum síðar gerðu Haukar aftur tvöfalda skiptingu, en þeim gekk illa að koma boltanum í netið í þessum leik.

Reynsluboltinn Akil De Freitas kom inná fyrir Agnar Óli á 82. mínútu.

Dómarinn bætti við slatta af mínútum og náði KF einni skiptingu í blálokin skráð á 98. mínútu, þegar Kjartan Orri kom inná fyrir Sævar Þór.

KF hélt út og kláruðu leikinn vel og unnu frábæran sigur á Haukum, lokatölur 2-0.

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

https://sigloapotek.is/collections
https://sigloapotek.is/collections