Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir mættust á Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri í gær. Liðin leika í A-deild í R-1 riðli. Lið KF var talsvert breytt og vantaði meðal annars Halldór Ingvar markmann og Hákon Leó sem var liðstjóri í þessum leik. Margir lánsmenn frá KA komu við sögu í þessum leik. Í marki KF var Javon Jerrod Sample sem leikið hefur með Einherja.

Ekkert mark var skoraði í fyrri hálfleik, en Dalvík/Reynir skoraði fyrsta mark leiksins á 59. mínútu, en það var Borja Laguna sem skoraði eftir laglegt skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn frá hægri kanti. Allt virtist stefna í sigur Dalvíkinga, en KF jafnaði leikinn á 92. mínútu með marki frá Angantý Mána Gautasyni, en hann er leikmaður KA en lék fyrir Dalvíkinga á síðasta tímabili. KF var nálægt því að stela sigrinum í blálokin, en úrslitin urðu 1-1.

Dalvíkingar ósáttir með markið sem KF gerði í lokin.