KF mætir Víkingi í Reykjavík á laugardaginn

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsækir Víking heim í Fossvoginn  laugardaginn 1. júní klukkan 14:00. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar ætla að fjölmenna á skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi klukkan 12:00. Þar verður matur og drykkur á tilboðsverði. Einnig verður hægt að versla sér KF trefil á 2500 krónur. Nú er um að gera að skella sér á SPOT fyrir leikinn og hitta stuðningsmenn KF og mæta svo á Víkingsvöllinn og hvetja liðið til sigurs.

KF vann KA í síðasta leik glæsilega og eru til alls líklegir.

Heimild: www.kfbolti.is