KF mætir Vængjum Júpíters á Ólafsfjarðarvelli – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Heil umferð fer fram í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. KF mætir Vængjum Júpíters á Ólafsfjarðarvelli kl. 14:00. Vængirnir eru með einu stigi meira en KF en eru í 4. sæti á meðan KF er í 6. sæti. Bæði liðin geta með sigri nálgast 2. sæti deildarinnar, en mesta baráttan er um það sæti þar sem Dalvíkingar hafa 5 stiga forskot í toppsætinu. Vængirnir unnu fyrri leik liðanna í júní 2-0 á sínum heimavelli en KF vann heimaleikinn í fyrra öruggulega 5-0 á meðan útileikurinn tapaðist 5-3. Það hafa því verið miklir markaleikir á milli þessa liða og spurning hvort svo verði núna? Vængirnir komu upp úr 4. deildinni árið 2016 og náðu að tryggja sér áframhaldandi sæti í 3. deildinni í fyrra. Liðið hefur svo náð góðum árangri í sumar og er til alls líklegt.

KF hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 5 í deildinni, unnið 3 og gert 1 jafntefli. Vængirnir eru með sama árangur í síðustu 5 leikjum og er því reiknað með afar jöfnum leik og mikilli baráttu.

Markahæsti maður Vængja er Daníel Rögnvaldsson, en hann hefur skorað 6 mörk í 9 deildarleikjum í sumar. Jónas Breki Svavarsson hefur skorað 5 mörk í 11 leikjum í deildinni í sumar fyrir Vængina og Eyþór Þorvaldsson 3 mörk, en þetta eru þeirra hættulegustu menn. Vængirnir eru þekktir fyrir að ná að skora mark á fyrstu 30. mínútum leiksins, en 7 mörk hafa komið hjá þeim í sumar á þeim tíma, og einnig skorað þeir mikið á síðustu 15. mínútum síðari hálfleiks, en 5 mörk hafa komið í sumar hjá þeim á því tímabili leiksins.

Nú eru aðeins 5 umferðir eftir í deildinni og 15 stig í pottinum. Mikið er eftir að innbyrðis viðureignum liðanna í toppsætunum og er því talsverð spenna í efri hluta deildarinnar. KF er til alls líklegt og eru því stuðningsmenn hvattir til að styðja sérstaklega vel við liðið og fjölmenna á heimaleikina sem eftir eru. Nánari verður fjallað um úrslit leiksins að leik loknum.