Við hitum upp fyrir fyrsta heimaleik KF með ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apóteki sem verða aðal styrktaraðilar umfjallanna um leiki KF í sumar.

Hægt verður að nálgast ársmiðana á Ólafsfjarðarvöll í sumar í vallarsjoppunni. Árskortin veita aðgang að öllum heimaleikjum hjá KF í 2.deild en ekki bikarleikjum.  Einnig kaffi og veglegt bakkelsi í hálfleik í vallarhúsinu. Ársmiðinn kostar 15.000 kr og er ein mikilvægasta fjáröflun liðsins.

Upphitun:

Sindri heimsækir KF í þetta sinn á fyrsta heimaleik sumarsins hjá meistaraflokki karla á Ólafsfjarðarvelli. Leikurinn veðrur laugardaginn 13. maí og hefst kl. 16:00. Sindri vann 3. deildinna síðasta sumar og léku vel og koma sterkir til leiks. Þeir gerðu jafntefli við ÍR í fyrstu umferð Íslandsmótsins og eru komnir á blað með 1 stig. Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Sindra.

KF tapaði stórt í síðasta leik á útivelli í 1. umferðinni og þurfa stilla saman strengi fyrir þennan leik og berjast um alla bolta. Það verður áhugavert að sjá hvort nýr þjálfari liðsins geri einhverjar breytingar á milli leikja. Ólafsfjarðarvöllur er talinn einn erfiðasti útivöllur landsins og þar hefur KF sótt mörg góð stig á síðustu árum.

Við heyrðum í formanni KF fyrir þennan leik og spurðum út í aðstæður á Ólafsfjarðarvelli, en Íslandsmótið er farið að byrja snemma og fæstir grasvellir í lagi í byrjun maí. Staðan á Ólafsfjarðarvelli er eins góð og hægt er á þessum árstíma, grasið grænt nema í lautinni. Völlurinn sjálfur orðinn lúinn og þarfnast endurnýjunar. Jarðvegurinn hefur sigið mikið. Miðju svæðið ætti að vera hæsti punkturinn á vellinum en er sá lægsti og þar myndast gjarnan pollar þegar rignir. Völlurinn kemur betur undan vetri en oft áður og hefur veðurfar hjálpað til og margar hendur sjálfboðaaðila sem sinnt hafa vellinum.

Spáin:

Spáum 2-1 fyrir heimamenn í þessum leik.

Styrktaraðilar:

Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.

Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.