KF mætir Sindra á Ólafsfjarðarvelli – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

KF mætir Sindra á Ólafsfjarðarvelli í 3. deild karla, laugardaginn 2. júní kl. 16:00. Þetta er fyrsti leikur liðins á Ólafsfjarðarvelli í sumar, en liðið hefur leikið heimaleikina í vor á Akureyri. Það má búast við stemningu á vellinum enda sjómannadagshelgin í gangi og margir viðburðir Fjallabyggð. Lið KF er með 3 stig eftir 3 leiki og þurfa á sigri að halda til að færa sig nær efstu liðum. Sindri hefur tapað öllum sínum þremur leikjum en hafa samt skorað í þeim 5 mörk og fengið á sig 9. KF hefur hins vegar aðeins skorað 2 mörk í 3 leikjum. Sinisa Kekic er þjálfari Sindra og með liðinu leika 5 erlendir leikmenn.

KF tapaði síðasta leik gegn Einherja á Vopnafirði 2-0 og vilja bæta það upp í þessu leik. KF er nýbyrjað að geta æft á Ólafsfjarðarvelli eftir veturinn, en þeir hafa fram til þessa æft í Boganum á Akureyri og á KA svæðinu.

Ný Vallarsjoppa hefur verið byggð á Ólafsfjarðarvelli, en þar er hægt að kaffi og meðlæti í hverjum heimaleik.

Mynd: Hákon Hilmarsson.