KF mætir Nökkva í Mjólkurbikarnum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Nökkvi frá Akureyri mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins, laugardaginn 14. apríl kl . 14:00. Leikurinn fer fram á KA-vellinum og telst heimaleikur Nökkva. Nökkvi er utandeildarlið en hefur tekið þátt í bikarkeppninni síðustu ár. Liðið komst óvænt í 2. umferð keppninnar í fyrra með sigri á Geisla, en mætti svo Magna og tapaði þar stórt. KF mætti hins vegar Tindastóli í fyrstu umferð í fyrra og tapaði 3-6 í miklum markaleik. KF er sigurstranglegra liðið í þessum leik og ætlar sér að fara áfram í 2. umferð, en bikarleikir eru yfirleitt jafnir og spennandi óháð í hvaða deild lið spila.