Við hitum upp fyrir leik KF og ÍR með ChitoCare Beauty og Siglufjarðar apóteki sem verða aðal styrktaraðilar umfjallanna um leiki KF í sumar.
Upphitun:
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) og Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) mætast í dag í 3. umferð á Íslandsmótinu í 2. deild karla. ÍR liðið hefur byrjað vel og stendur í 4. sæti deildarinnar fyrir þennan leik með einn sigur og eitt jafntefli. KF er í neðsta sæti deildarinnar með 0 stig eftir fyrstu tvo leikina. Þetta er annar heimaleikurinn í röð hjá KF og er liðið ákveðið í að sækja úrslit gegn þessu góða liði ÍR. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs, en hann hefst kl. 16:00 á Ólafsfjarðarvelli.
ÍR liðið er vel skipað og var Bragi Karl Bjarkason leikmaður liðsins valinn besti leikmaður 2. umferðar hjá Fótbolta.net. Liðið kemur vel stemmt til leiks eftir góðan 3-0 sigur á Völsungum í síðustu umferð. Reynslubolti liðsins er Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fæddur árið 1987 og fyrrum leikmaður Fylkis og HK. ÍR liðið endaði í 6. sæti í fyrra í deildinni en vantaði lítið uppá að það næði 4. sætinu.
Hjá KF var Jordan Damachoua meiddur í síðasta leik og spurning hvort hann sé klár í þennan leik? Hákon Hilmarsson varnarmaður KF hefur einnig verið meiddur í síðustu leikjum og spurning hvort hann sé nálægt endurkomu?
Nýir leikmenn hjá KF eru enn að aðlagast liðinu og nýr þjálfari að leita að réttu blöndunni.
KF liðið mun þurfa selja sig dýrt í þessum leik til að sækja úrslit. Allir á völlinn og áfram KF.
Spáin:
Spáum 1-1 jafntefli í þessum leik.
Styrktaraðilar:
Það eru tveir frábærir styrktaraðilar sem gera okkur kleyft að halda úti öflugri íþróttaumfjöllun í Fjallabyggð og styðja nú við umfjöllun um alla leik KF í deild og bikar í sumar.
Takk Siglufjarðar Apótek og ChitoCare beauty.