KF mætir HK í undanúrslitum Lengjubikarsins á laugardaginn

KF mætir liði HK í undanúrslitum B-deildar Lengjubikars meistaraflokks karla í knattspyrnu laugardaginn 28. apríl. Leikurinn fer fram í Boganum á Akureyri og hefst klukkan 17.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Njarðvík og Afturelding sama dag og sigurliðin í þessum leikjum eigast síðan við í úrslitaleik þriðjudaginn 1. maí.

KF hafnaði í 6. sæti 2. deildar á síðasta ári. KF vann 3. riðil keppninnar og sigraði þar Magna 3:0 (endaði reyndar 3:3 en Magni var með ólöglegan leikmann), Dalvík/Reyni 5:1, Völsung 5:2 og Leikni frá Fáskrúðsfirði 2:1 en tapaði 1:2 fyrir Fjarðabyggð.

Með KF spila Þórður Birgisson og Eiríkur Ingi Magnússon, sem HK-ingar þekkja vel enda voru þeir í félaginu í mörg ár. Þórður er markahæsti leikmaður KF í keppninni með 5 mörk og Eiríkur hefur skoraði tvö marka liðsins.

Allir á völlinn og hvetja sína menn til sigurs !