KF mætir FH í Borgunarbikar

Í vikunni sló Knattspyrnufélag Fjallabyggðar út Magna í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Leikurinn endaði með 0-0 jafntefli og þurfti því að framlengja, en bæði lið skoruðu tvö mörk í framlengingunni. Leikurinn endaði því í vítaspyrnukeppni þar sem KF hafði betur. Nú hefur verið dregið í 32 liða úrslit, og mætir KF einu besta liði Íslands síðustu árin, FH í Hafnarfirði. Baldur Bragi og Grétar Áki skoruðu mörk KF gegn Magna í framlengingunni. Leikskýrslu má sjá á vef KSÍ.