KF mætir Dalvík á Kjarnafæðismótinu

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir Dalvík/Reyni á Kjarnafæðismótinu nú um helgina. Er þetta fyrsti leikur beggja liða á mótinu. Leikurinn verður á Dalvíkurvelli sunnudaginn 12. desember kl. 16:00

Önnur lið í riðlinum erum Þór og KA-2, en það var einmitt opnunarleikur riðilsins fyrir tæpri viku síðan. Þórsarar unnu stórsigur á KA-2 en lokatölur urðu 0-7 fyrir Þór.

KF leikur svo við Þór og KA-2 í janúar á næsta ári.