KF mætir Ægi á Ólafsfjarðarvelli á föstudaginn – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Búið er að breyta leiktíma á leik KF og Ægis í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn mun fara fram föstudaginn 15. júní kl. 18:00 á Ólafsfjarðarvelli.  KF hefur kallað eftir því að heimamenn fjölmenni á völlinn og hvetji liðið til sigurs í þessum mikilvæga leik.

KF er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig, liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð í deildinni og vantar nauðsynlega fleiri sigra til að færa sig ofar í töflunni.  Eini sigurinn til þessa kom á móti Augnablik í 2. umferðinni, og eru það einu mörkin sem liðið hefur náð að skora. Ljubomir Delic er sá eini í liðinu sem hefur náð að skora til þessa og það þarf að breytast. Dreifingin þarf að vera meiri og liðinu vantar fastan markaskorarar sem skorar yfir 10 mörk á hverri leiktíð.

Ægir er í 6 .sæti deildarinnar með 7 stig, en liðið hefur sigrað 2 leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Liðið hefur skorað 8 mörk og fengið á sig 7. Í tveimur af þessum 5 leikjum hefur liðinu ekki tekist að skora. Ægir féll úr 2. deildinni árið 2016 og hefur ekki náð að vinna sig aftur upp um deild. Liðið styrkti sig töluvert fyrir mótið og fékk nýja erlenda leikmenn. Lið endaði í 7. sæti í deildinni í fyrra og átti næst markahæstamann mótsins, með 13 mörk en það var Jonathan Hood.