KF lék við Dalvík/Reyni

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir léku í dag um 7. sætið í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. KF hafði þar betur og fékk 7. sætið í Kjarnafæðismótinu í ár.

Staðan var 2-2 í hálfleik en í síðari hálfleik gerðu liðin sitthvort markið.  Halldór Logi skoraði 2 mörk í leiknum í dag fyrir KF og Hreggviður Gunnarsson eitt mark.

KF lék 3 leiki í riðlinum sínum og tapaði þeim öllum og skoruðu ekkert mark, þetta voru því fyrstu mörkin þeirra á mótinu. Í úrslitaleiknum kepptu KA og Þór og hafði Þór betur 2-3.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

KF_Kjarnafaedi2014

 

 

 

 

 

 

 

Mynd frá thorsport.is