KF lék til úrslita í dag

KF/Dalvík lék til úrslita í þremur leikjum í dag á lokadegi ReyCup í Laugardal. Drengirnir í 3. og 4. flokki léku um fyrsta sætið en stúlkurnar 3. flokki lék um 3.-4. sætið.  Stúlkurnar léku við KR/Gróttu og tapaðist leikurinn 4-1, sem þýddi að þær enduðu í 4. sætinu. Drengirnir 4. flokki léku til úrslita við Aftureldingu og tapaðist leikurinn 0-1. Þriðji flokkurinn lék við Þrótt til úrslita og urðu lokatölur 3-2 fyrir Þróttara. Þetta voru einu tapleikir þriðja og fjórða flokks KF/Dalvíkur á mótinu. Í heildina þá er þetta mjög góður árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Myndirnar eru frá síðustu leikjum riðlakeppninnar.

DSCN0127

DSCN0119 DSCN0121 DSCN0122 DSCN0126
Myndir: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður.is