KF lék gegn Fjarðabyggð á útivelli í dag

Fjarðabyggð og KF frá Fjallabyggð léku í dag á Eskifjarðarvelli. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Fjarðabyggð er í 6.sæti eftir leikinn með 27 stig en mjög fá stig skilja liðin að á toppi deildarinnar og því allt opið ennþá. KF er í 8.sæti eftir leikinn með 24 stig.