Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Markmiðið er að æfingar verði snemma á daginn og hefjist strax að loknum leik/grunnskóla og þurfa viðkomandi þjálfarar því að geta hafið æfingar í samræmi við það.

Félagið leitar eftir metnaðarfullum einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir leiknum, brennandi áhuga á því að starfa með börnum og að skapa þeim jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til knattspyrnuæfinga í Fjallabyggð.

Áhugasamir hafið samband við Brynjar í síma 898-7093 eða á kf@kfbolti.is

Heimild: KFbolti.is