KF leikurinn færist til Akureyrar

Tilkynning frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar:

Vegna aðstæðna á knattspyrnuvellinum á Siglufirði neyðumst við til að færa leikinn við Hugann í Bogann á Akureyri. Einnig breytist leiktíminn en leikurinn mun hefjast kl. 16:30 á morgun, laugardaginn 16. maí.
Félagið þykir afskaplega leiðinlegt að þurfa að taka þessa ákvörðun þar sem hún gefur stuðningsfólki okkar minni möguleika á að styðja við liðið ásamt því að kosta félagið fjárhagslega. En með hagsmuni vallarins til lengri tíma, knattspyrnunnar og leikmanna þá urðu við að taka þessa ákvörðun.
Við vonum að sjálfsögðu eftir sem flestum á völlinn. Þeir sem hafa nú þegar tryggt sér ársmiða og þeir sem eiga það eftir fá miðana afhenta við miðasöluna í Boganum (þeir sem ekki komast á leikinn fá þá afhenta fyrir næsta heimaleik).