KF leikur við Þór í bikarkeppni KSÍ

Eftir góðan sigur nú um helgina á móti Aftureldingu 3-0 tekur KF á móti Þór í frestuðum bikarleik.

Með góðum leik getur allt gerst og koma strákarnir til með að selja sig dýrt í þessum leik.

Leikurinn verður á Siglufjarðarvelli  og hefst klukkan 19:00, þriðjudaginn 22. maí.

 

Búið er að draga í bikarnum og sigurliðið úr þessum leik fær úrvalsdeildarlið Vals í heimsókn í 32 liða úrslitum.