KF leikur útileik gegn Reyni Sandgerði

Föstudaginn  25. maí leikur  Knattspyrnufélag Fjallabyggðar útileik gegn Reyni frá Sandgerði. Leikurinn hefst kl. 20 og verður á N-1 vellinum í Sandgerði.

Búast má við hörku leik en Reynir hefur unnið tvo fyrstu leikina sína en KF hefur unnið einn leik af fyrstu tveimur. Um er að ræða umferð númer 3 á Íslandsmóti karla í 2. deildinni.

Allir Siglfirðingar á höfuðborgarsvæðinu hvattir til að mæta og láta í sér heyra í stúkunni !