KF leikur í Lengjubikarnum

KF hefur leik í Lengjubikarnum 24. febrúar gegn Skallagrími í Boganum á Akureyri. KF er í B-deild í riðli 1 og eru býsna sterk lið þarna á meðal. Leikir gegn Kára, Reyni Sandgerði, Tindastóli og Víði mun allt verða hörku leikir. Leikstaðir verða í Reykjaneshöllinni, Akraneshöllinni, Sauðárkróksvelli og Boganum Akureyri. KF leikur einn leik í febrúar en aðrir leikir fara fram í mars mánuði. Nánar verður fjallað um leiki KF þegar úrslit liggja fyrir.

LIÐ L +/- S
01 Kári
0 0 0
02 KF
0 0 0
03 Reynir S.
0 0 0
04 Skallagrímur
0 0 0
05 Tindastóll
0 0 0
06 Víðir
0 0 0