KF leikur gegn Völsungi í Borgunarbikar karla

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna í knattspyrnu.  Borgunarbikarinn í ár hefst 4. maí en 1. umferðin hjá körlunum verður leikin 4. og 5. maí.

KF hefur leikinn í 2. umferðinni og spilar gegn Völsungi á Ólafsfjarðarvelli mánudaginn 13. maí kl. 19.  Nágrannarnir í Dalvík spila gegn Hömrunum í 1. umferðinni, laugardaginn 4. maí á Dalvíkurvelli.

Að venju er margar forvitnilegir leikir í fyrstu umferðunum en úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram á Laugardalsvelli 17. ágúst.